Uxinn vaknar

Þann 29. júní árið 1995 birtist ítarleg kynning á útihátíð sem fram færi daganna 3.-6. ágúst sama ár á Kirkjubæjarklaustri, nánar tilteið í landi Geirlands og Skaftárhrepps, um kílómetra frá sjálfum Kirkjubæjarklaustri. Svæðið er í mynni víðs dals og umkringt klettabeltum. Einnig var þar að finna myndarlegan foss og stórt tún. Þetta var vettvangur fyrstu… Continue reading Uxinn vaknar

Röntgenvínyll

Eftir misheppnaða ferð til GUM, ríkisreknu stórversluninni þar sem hinn reglulegi plötusali starfaði, var förinni heitið að Dostoevskaya lestarstöðinni. Nálægt inngangnum stendur sölumaður í þykkum frakka, sem er ekki óalgeng sjón á köldum febrúarmánuði í Leningrad (nú Sankti Pétursborg). “Áttu plötu með Little Richard?” spyr Stanislav, ungur tónlistaráhugamaður, varfærnislega. Sölumaðurinn horfir framhjá honum, hugsar sig… Continue reading Röntgenvínyll

Tilraunaútsending

Mánudagur 6. mars 1995. Það er mikill kuldi á höfuðborgarsvæðinu – og hefur verið undanfarnar vikur. Kennaraverkfall skekur samfélagið og fátt sem benti til að lausn væri í sjónmáli. Um fimmtándi hver Visareikningur er í vanskilum og gengið á bandarískum dollara er rétt yfir 65 krónur. Klukkan er 21:25 og annar þáttur bandaríska myndaflokksins Life… Continue reading Tilraunaútsending

Tónn Framtíðarinnar

Við erum stödd í Hlöðunni á skemmtistaðnum Óðal við Austurvöll. Það er langt komið fram í sumarið, en samt er ansi kuldalegt um að litast í Reykjavík. Það er lítið að gera fyrir tónlistaráhangendur á þessu þriðjudagskvöldi fyrir utan að kíkja á óþekkta sveit stíga á stokk á einum af helsta skemmtistað bæjarins. Sveitin kemur… Continue reading Tónn Framtíðarinnar

Elektrónísk Stúdía

Sagan hefst á Skólavörðustígnum. Borgin er að koma undan vetri og sólin reynir að brjóta sér leið í gegnum skýin. Á kaffihúsinu Mokka situr eitt af okkar efnilegustu tónskáldum. Hann virkar órólegur. Ríkisútvarpið ómar yfir staðinn, líkt og oft áður. Það er ástæðan af hverju tónskáldið situr hér. Nýtt tónverk eftir hann mun von bráðar… Continue reading Elektrónísk Stúdía